Una María Bergmann: Útskriftarhátíð LHÍ
Útskriftartónleikar Unu Maríu Bergmann fara fram í Salnum í Kópavogi, fimmtudaginn 2. maí kl. 18. Á tónleikunum flytur Una María m.a. sönglög og aríur eftir W. A. Mozart, Johannes Brahms, Claude Debussy og Jórunni Viðar. Öll hjartanlega velkomin og aðgangur ókeypis.
Auk Unu Maríu koma fram þær Sandra Lind Þorsteinsdóttir, söngkona, Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóluleikari, Guðný Charlotta Harðardóttir, píanóleikari og Matthildur Anna Gísladóttir, píanóleikari og aðjúnkt við tónlistardeild LHÍ:
