Snæfríður María Björnsdóttir: Útskriftarhátíð LHÍ
Útskriftartónleikar Snæfríðar Maríu Björnsdóttur fara fram í Salnum í Kópavogi, þriðjudaginn 30. apríl kl. 21.
Á efnisskrá eru verk eftir W. A. Mozart, Richard Strauss, Jórunni Viðar, Tryggva M. Baldvinsson og fleiri. Auk Snæfríðar koma fram á tónleikunum píanóleikararnir Aladar Racz og Hjalti Þór Davíðsson.
Tónleikarnir eru hluti af útskriftarhátíð LHÍ. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.
