Adam Switala - Who needs chaos and why are we afraid of it?

FRÆÐASTOFA 1, SKIPHOLTI 31
10.JANÚAR // 12:45 - 13:45
 
Nú er vorönn tónlistardeildar hafin og því komið að fyrsta hádegisfyrirlestri annarinnar. Að þessu sinni mun listamaðurinn Adam Świtała halda fyrirlestur í fræðastofu 1, föstudaginn 10.janúar kl 12:45. Świtała mun fjalla um áhrif óreiðunnar á sköpun og miðlun flytjandans.
 

Sandra Lind Þorsteinsdóttir: Útskriftarhátíð LHÍ

Sandra Lind Þorsteinsdóttir heldur útskriftartónleika frá söngbraut tónlistardeildar LHÍ í Salnum í Kópavogi, föstudaginn 3. maí kl. 19. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og inniheldur tónlist allt frá 17. öld og fram til dagsins í dag. Íslensk, bandarísk og þýsk ljóð munu hljóma í bland við aríur og dúetta úr ýmsum áttum.

Auk Söndru Lindar koma fram:
- Matthildur Anna Gísladóttir, píanó
- Una María Bergmann, mezzó-sópran
- Sigurlaug Björnsdóttir, þverflauta
- Katrín Arndísardóttir, víóla