Adam Switala - Who needs chaos and why are we afraid of it?

FRÆÐASTOFA 1, SKIPHOLTI 31
10.JANÚAR // 12:45 - 13:45
 
Nú er vorönn tónlistardeildar hafin og því komið að fyrsta hádegisfyrirlestri annarinnar. Að þessu sinni mun listamaðurinn Adam Świtała halda fyrirlestur í fræðastofu 1, föstudaginn 10.janúar kl 12:45. Świtała mun fjalla um áhrif óreiðunnar á sköpun og miðlun flytjandans.
 

Rytmískir samspilstónleikar í Rauðagerði

Nemendur á fyrsta ári rytmísks kennaranáms tónlistardeildar LHÍ halda samspilstónleika í hátíðarsal FÍH, Rauðagerði 27, mánudaginn 12. nóvember kl 19. 

Tveir hljómsveitir munu koma fram en auk þess koma nemendurnir fram í aukahljóðfærasamspili þar sem enginn spilar á sitt aðalhljóðfæri.   

Á efniskránni verður blanda af jazz- og popptónlist í eigin útsetningum hljómsveitarmeðlima. 

Kennari er Andrés Þór Gunnlaugsson.

Frá fagstjóra

„Með tilkomu kennarnáms í rytmískri tónlist við Listaháskóla Íslands opnast í fyrsta sinn sá möguleiki að nemendur geti öðlast háskólagráðu í þessari tegund tónlistar hér á landi. Námið byggir á þeim grunni sem byggður hefur verið í Tónlistarskóla FÍH undanfarin tuttugu ár en gengur nú skrefi lengra í LHÍ með B.Mus.Ed gráðu. Þetta er stórt og spennandi skref fyrir rytmíska tónlist og tónlistarkennslu á Íslandi.“

Sigurður Flosason

Rytmísk söng - / hljóðfærakennsla