Rytmískir samspilstónleikar á Stúdentakjallaranum

Rytmískir samspilstónleikar á Stúdentakjallaranum

Samspilshópar úr rytmísku kennaranámi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands koma fram í Stúdentakjallaranum mánudaginn 4. apríl kl 21.
 
Að þessu sinni flytja þrír samspilshópar tónlist sem þeir hafa unnið að undanfarin misseri og að vanda má gera ráð fyrir að efnisskráin verði mjög fjölbreyttu móti.
 
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
 
 

Rytmískt kvöld tónlistardeildar LHÍ

Rytmískt kvöld tónlistardeildar LHÍ

Samspilshópar úr rytmísku kennaranámi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands koma fram í Stúdentakjallaranum mánudaginn 15. nóvember kl 18. Hóparnir eru þrír og njóta handleiðslu  kennaranna Andrésar Þórs Gunnlaugssonar, Hilmars Jenssonar og Þorgríms Jónssonar. Hver hópur leikur í 30-40 mínútur og má gera ráð fyrir að efnisskráin verði mjög fjölbreytt.

Útskriftartónleikar - Sindri Freyr Steinsson

Útskriftartónleikar - Sindri Freyr Steinsson

Laugardaginn 13. Nóvember kl. 16 heldur Sindri Freyr Steinsson útskriftartónleika frá rytmískri kennarabraut Listaháskóla Íslands. Á tónleikunum mun hann leika nýjar tónsmíðar úr eigin smiðju ásamt hljómsveit.
 
Hljómsveitina skipa:
Haraldur Ægir Guðmundsson: Kontrabassi
Hekla Magnúsdóttir: Þeremín
Kristófer Hlífar Gíslason: Slagverk
Magnús Skúlason: Trommur

Adam Switala - Who needs chaos and why are we afraid of it?

FRÆÐASTOFA 1, SKIPHOLTI 31
10.JANÚAR // 12:45 - 13:45
 
Nú er vorönn tónlistardeildar hafin og því komið að fyrsta hádegisfyrirlestri annarinnar. Að þessu sinni mun listamaðurinn Adam Świtała halda fyrirlestur í fræðastofu 1, föstudaginn 10.janúar kl 12:45. Świtała mun fjalla um áhrif óreiðunnar á sköpun og miðlun flytjandans.