Formáli
Nú þegar við fylgjum fjórða tölublaði Þráða úr hlaði er vert að líta um öxl og skoða farinn veg. Tilgangurinn með stofnun tímaritsins árið 2016 var að hvetja og styðja starfsmenn tónlistardeildar LHÍ við miðlun rannsókna og verkefna á opinberum vettvangi og framfylgja með því rannsóknarstefnu deildarinnar. Tónlistardeild ber ábyrgð á þróun rannsókna á sviði tónlistar innan íslensks háskólasamfélags enda höfum við þá trú að allt starf deildarinnar styrkist með öflugri rannsóknarmenningu og er tímaritið einn liður í því.
Read more