Sólin var hjá mér eins og brothætt kona á gulum skóm
Guðný Margrét Eyjólfsdóttir

ég klæddi mig í fínasta kjólinn minn  
og ég var sólin 
 
hann sagði mér sögu um mömmu sína 
og ég var sólin 
 
ég horfði á sjónvarpið 
og ég var sólin 
 
hún hringdi í mig óvart 
og ég var sólin 
 
ég prjónaði yfir mig 
og ég var sólin 

sólin er hjá mér
og ég er sólin 
og sólskinið hlýjar mér um kinnarnar 
og það er kannski ekki eilífðin

en ég ætla mér að njóta þess. 
 

Facebook

gudny_margret_eyjolf.jpeg

Guðný Margrét Eyjólfsdóttir

Mig langaði að sýna þér eitthvað um sjálfa mig og einfaldasta leiðin til þess var að gera list.
list um mig frá mér til þín.