What do you want to find?
Main profile
Primary tabs
Fornafn:
Tanya
Eftirnafn:
Sleiman
Tanya Sleiman er með meistaragráðu í heimildamyndagerð frá Stanford-háskóla og bakkalárgráðu í miðausturlandafræðum frá Kaliforníu-háskóla. Hún hefur starfað sem kvikmyndagerðarkona, kennari og fræðimaður og hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og verðlaun m.a. rannsóknarstyrk frá Fulbright stofnuninni. Kvikmyndir hennar og vídeó-verk hafa verið sýnd á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum og sjónvarpsstöðvum, þar á meðal eru myndir hennar A Chronicle of Concrete, heimildamyndin Iraq in the USA, Serious Play: The Worlds of Helen Levitt og Whatever It Takes. Í fræðastörfum sínum hefur hún miðlað ástríðu sinni fyrir hljóði í kvikmyndum á vettvangi Visible Evidence og The Flaherty Film Seminar. Tanja býr einnig yfir áratuga langri reynslu af stjórnun í skólastarfi frá Cornell-háskóla og The New School í New York þar sem hún starfaði með nemendum frá yfir 100 löndum. Sem kennari í kvikmyndagerð mótaði Tanya námskeið í kvikmyndagerð fyrir samfélagslega umbreytingu á vegum NYU Tisch School of the Arts á Kúbu í sex mánuði árið 2011. Hún kenndi einnig námskeið í framleiðslu fyrir sjónvarp, kvikmyndafræði, og kvikmyndaframleiðslu við Diablo Valley College í Kaliforníu og kennir nú við kvikmyndalistadeild LHÍ sem stundakennari. Tanya er stofnandi framleiðslufyrirtækisins Taza Films sem framleiðir auglýsingar, heimildamyndir og leiknar myndir auk þess að veita alþjóðlega ráðgjöf varðandi leiknar myndir og heimildamyndagerð. Sem stendur er Tanya í eftirvinnslu við sína fyrstu mynd í fullri lengd, 95 Lives, og er í þróunarferli með mynd um Nínu Sæmundsdóttur. Hún var nýlega valin til þátttöku í vinnustofu á vegum Evrópusambandsins fyrir höfunda í nýmiðlum og í vinnustofu um sjálfbærni í kvikmyndaframleiðslu á vegum Torino Film Lab. Tanya býr í Reykjavík ásamt dóttur sinni og er stoltur meðlimur í kórnum Söngfélagið.
Department:
Position:
Deild á starfsmannasíðu: