Fornafn: 
Brúsi
Eftirnafn: 
Ólason
Brúsi Ólason er leikstjóri, klippari og handritshöfundur. Hann útskrifaðist með BA gráðu í kvikmyndafræði með ritlist sem aukagrein frá Háskóla Íslands árið 2014 og árið 2020 útskrifaðist hann með MFA gráðu í kvikmyndaleikstjórn frá Columbia háskóla í New York. Stuttmyndir hans, Sjáumst frá 2017, Viktoría frá 2018 og Dalía frá 2020 ferðuðust allar um heim og hafa unnið til verðlauna víðsvegar. Hann vann einnig sem klippari að myndum á borð við Materna frá 2020 og Ágúst himinn frá 2021 sem báðar hlutu verðlaun á virtum kvikmyndahátíðum. Hann vinnur nú að sinni fyrstu mynd í fullri lengd sem leikstjóri. 
Department: 
Deild á starfsmannasíðu: