Fornafn: 
Guðrún
Eftirnafn: 
Lárusdóttir

Guðrún Lárusdóttir útskrifaðist með BA-gráðu í textíl-og fatahönnun frá LHÍ árið 2003 og síðar með MA-gráðu í umhverfisvænni fatahönnun "Sustainability in Fashion" frá ESMOD í Berlín 2014.  Guðrún er einnig með B.Ed.í kennslufræðum frá KHÍ. 

Guðrún hefur unnið við vöruþróun og framleiðslu fatnaðar allt frá barnafatnaði, götufatnaði og tískufatnaði sem og tæknilegum útivistarfatnaði. Lengst af starfaði Guðrún sem vöruþróunarstjóri hjá NIKITA(2005-2013) en einnig við hönnun, vöruþróun og framleiðslu hjá CINTAMANI ásamt fleiri fyrirtækjum á alþjóðlegum markaði bæði hérlendis og erlendis. 

Deild á starfsmannasíðu: