Fornafn: 
Steindór Grétar
Eftirnafn: 
Kristinsson

Steindór Grétar Kristinsson hefur verið upptekinn af raftónlist síðastliðin 26 ár. Upprunalega var aðal innblásturinn sprottinn upp úr kvikmyndum, riþmum og tilraunakenndri hljóðvinnslu. Sem meðlimur rafdúósins Einóma stofnað árið 1998 var þessi innblástur leiðarvísirinn að útgáfum og tónlistarflutningi bæði heima og erlendis.

Árið 2004 skráði Steindór sig í Sonology prógrammið í Royal Conservatory í Den Haag. Þar útskrifaðist hann með meistaragráðu sumarið 2010 með áherslu á raftónsmíðar í gegnum fræðilegar rannsóknir sem snérust um tíma í tónlist og tengingu hans við hljóðefni, hljóðuppbyggingu, litrófsfræði, samstillingu og form.

Sumarið 2014 útskrifaðist Steindór með BSc í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík sem hann hefur nýtt til að innleiða ferlisbundna hugsun, gagnameðhöndlun, högun og þróun hlutbundna aðferða fyrir samsetningarferli tónsmíða (Composition-Object Orientated Programming).

Department: 
Academic speciality: 
Deild á starfsmannasíðu: