Fornafn: 
Aladár
Eftirnafn: 
Rácz
Aladár Rácz er fæddur í Rúmeníu árið 1967. Hann stundaði fyrst nám í  
píanóleik við Georges Enescu tónlistarskólann í Búkarest en síðan  
framhaldsnám við Tónlistarháskólana í Búkarest og Búdapest. Hann hefur leikið á tónleikum víðsvegar um heiminn, leikið inn á geisladiska og unnið til verðlauna fyrir píanóleik í alþjóðakeppnum. Á árunum 1999-2013 starfaði Aladár  sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Húsavíkur og lék með ýmsum kórum og söngvurum á Norður- og Austurlandi. Hann var einnig um tíma meðleikari framhaldsnemenda við Tónlistarskólann á Akureyri. Aladár hefur haldið nokkra einleikstónleika í Salnum í Kópavogi og hefur m.a. verið einleikari með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í píanókonserti nr.1 eftir Ludwig van Beethoven  og í píanókonserti nr.1 eftir Johannes Brahms. Aladár hefur verið búsettur á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2013 og kennir við Tónlistarskólann Do Re Mi, Söngskóla Sigurðar Demetz ásamt því að sinna meðleik í Listaháskólanum. 
Department: 
Position: 
Academic speciality: 
Deild á starfsmannasíðu: