Fornafn: 
Magnea
Eftirnafn: 
Einarsdóttir
Magnea er fata- og textílhönnuður og eigandi fatamerkisins MAGNEA. Hún lærði fatahönnun í Parsons Paris og fatahönnun með áherslu á prjón í Central St. Martins í London þaðan sem hún útskrifaðist árið 2012. Eftir námið flutti hún aftur heim og hefur unnið hér sem sjálfstætt starfandi fatahönnuður og sýnt línur, unnið að samstarfslínum og verið tilnefnd til verðlauna, bæði hér heima og erlendis. Magnea er einnig með meistaragráðu í menningarstjórnun frá háskólanum á Bifröst. Þá hefur Magnea setið í stjórnum Fatahönnunarfélags Íslands og Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og rekið verslanir í Reykjavík í samstarfi við aðra hönnuði, nú síðast Kiosk Granda sem opnaði haustið 2020. 
 

 

Deild á starfsmannasíðu: