Fornafn: 
Kristjana Stefánsdóttir
 
Kristjana Stefánsdóttir hefur starfað sem tónskáld, tónlistarstjóri, raddþjálfari og leikkona undanfarin ár í Borgarleikhúsinu.
 
Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir tónlist sína í söngleiknum Bláa hnettinum 2017 og líka fyrir Jésús litla sem sýning ársins 2009. Hún er með burtfararpróf frá Söngskóla Reykjavíkur, kennarapróf frá Konunglega listaháskólanum í Den Haag í Hollandi og hefur numið CVT söngfræði hjá Cathrine Sadoline í Kaupmannahöfn.
 
 Kristjana er söngkennari við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands ásamt því að kenna einnig við nýju rytmísku söng- og hljóðfærakennslubraut LHÍ. Hún hefur kennt jazzsöng í tónlistarskóla FÍH/MÍT síðan 2001.
 
Position: 
Deild á starfsmannasíðu: