Fornafn: 
Hulda Stefánsdóttir

Hulda er sviðsforseti akademískrar þróunar og er leiðandi í þróun á kennslu, rannsóknum og akademískum vinnubrögðum við Listaháskólann. Hún leiðir uppbyggingu og þróun meistaranámsbrauta, vinnur að þverfaglegum markmiðum og innleiðingu á stefnu Listaháskólans í samráði við aðra stjórnendur auk þess að undirbúa stofnun doktorsnáms.

Hún lauk MFA gráðu í myndlist frá School of Visual Arts í New York og myndlistarnámi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hulda er leiðandi listamaður á sínum fagvettvangi og er virk á alþjóðavettvangi. Hún á að baki fjölda einka- og samsýninga hérlendis og erlendis og er einn af listamönnum BERG Contemporary. Verk eftir hana eru í safneign Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Listasafns Háskóla Íslands.  

Hulda hefur viðamikla alhliða reynslu af kennslu og akademískum störfum á háskólastigi en hún starfaði sem prófessor við myndlistardeild LHÍ frá 2008 til 2016. Hún hefur jafnframt mikla akademíska stjórnunarreynslu en hún var fagstjóri meistaranáms í myndlist frá stofnun þess 2012-2016, gegndi starfi deildarforseti myndlistardeildar í tvígang og starfi forstöðumanns gæða, kennslu og rannsókna 2018-2019.  Frá 2019 hefur hún gegnt starfi verkefnastjóra rannsókna á háskólaskrifstofu. Hulda hefur setið í fjölda nefnda innan skólans og utan, meðal annars í rannsóknarnefnd LHÍ um margra ára skeið. Hún er fulltrúi LHÍ í ráðgjafanefnd Gæðaráðs háskólanna um rannsóknir og hefur átt sæti í fagráði hugvísinda og lista hjá Rannsóknarsjóði Rannís. Hún var í stjórn KUNO, samtaka myndlistarakademía á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum í fjögur ár, þar af sem formaður í tvö ár.  

 

 

 

Deild á starfsmannasíðu: