Fornafn: 
Linda Björg Guðmundsdóttir
Linda Björg er Vestfirðingur í húð og hár, fædd og uppalin á Flateyri. Hún stundaði píanónám frá barnsaldri til tvítugs á Flateyri og síðar í Tónlistarskóla Ísafjarðar þar sem hún ákvað svo að skipta yfir í klassískan söng. 
 
Linda Björg útskrifaðist með B.A. í skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands árið 2014 og kláraði hljóðtækninám hjá Stúdíó Sýrlandi og Tækniskólanum veturinn 2015. Eftir það vann hún um tvö ár sem hljóð- og tæknimaður hjá Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. 
 
Linda Björg hefur unnið ýmis störf í gegnum árin, t.d. sem sundlaugarvörður, leiðbeinandi í félagsmiðstöð og í leikskóla, safnvörður, matráðskona og brallað ýmislegt fleira í tengslum við hljóð og listir enda liggur áhugasvið hennar algjörlega þar.
 
Department: 
Deild á starfsmannasíðu: