Fornafn: 
Katrín Helena Jónsdóttir
Katrín Helena Jónsdóttir er með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands og MA gráðu í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Katrín Helena hefur starfað við hönnunar- og arkitektúrdeild frá árinu 2018.
                  Meðal verkefna sem Katrín Helena hefur tekið þátt í að verkefnastýra eru Mánuður Myndlistar á vegum Sambands íslenskra myndlistarmanna og Pólar Festival hátíðin á Stöðvarfirði árin 2013 og 2015. Þá situr hún í ritstjórn Myndlistar á Íslandi, tímarits sem gefið er út af myndlistardeild LHÍ, SÍM, KÍM, Myndlistarráði og Listfræðafélagi Íslands. Katrín Helena verkefnastýrði Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands vorið 2019. Hún hefur unnið með tónlistarmönnum að gerð tónlistarmyndbanda og hönnun plötuumslaga ásamt því að hanna bókakápur og taka þátt í samsýningum myndlistarmanna. Hvort sem er í sköpun sinni eða verkefnastjórnun hefur Katrín Helena lagt áherslu á að taka að sér fjölbreytt verkefni sem fela í sér gleðilega samvinnu.  
Department: 
Deild á starfsmannasíðu: