Fornafn: 
Sirra Sigrún
Eftirnafn: 
Sigurðardóttir

Sirra Sigrún Sigurðardóttir lauk BA námi frá Listaháskóla Íslands árið 2001 og MA í Art Practice frá School of Visual Arts í New York árið 2013. Verk Sirru eru kosmísk í eðli sínu og tengjast gjarnan inn á vangaveltur um stöðu okkar inni í gangverki náttúrunnar, eðlisfræðinnar og þeirra afla sem halda heiminum gangandi. Þau framkalla oft stöðu okkar sem einstaklinga, vægi okkar og smæð þar sem hið smáa er sett í samhengi við það stærra og merking er yfirfærð frá einu fyrirbæri yfir á annað. Hún hefur haldið einkasýningar í Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Hafnarborg og Kling & Bang og tekið þátt í samsýningum og verkefnum víða um heim, þar á meðal í Chinese European Art Center í Xiamen í Kína, Amos Andersons Konstmuseum í Helsinki í Finnlandi, Tate Modern og Frieze Projects í London á Englandi. Sirra er einn af stofnendum Kling og Bang (2003). Hún hefur unnið sem sýningastjóri bæði hér heima og erlendis,  sem verkefnastjóri viðburða á söfnum, stundakennari við Listaháskóla Íslands  og setið í stjórn og nefndum fyrir hönd Sambands Íslenskra Myndlistarmanna. Sirra var tilnefnd til Íslensku Myndlistarverlaunana árið 2020.

Academic speciality: 
Deild á starfsmannasíðu: