Fornafn: 
Margrét Elísabet
Eftirnafn: 
Ólafsdóttir

Sérsvið Margrét Elísabetar Ólafsdóttur eru fræði nútíma- og samtímalistar. Hún hefur stundaði rannsóknir á upphafi nútímalistar á Íslandi og sögu raf- og stafrænnar listar í íslensku samhengi með áherslu á vídeó- og tölvulist. Hún hefur birt greinar og bókarkafla um efnið á ritrýndum vettvangi auk skrifa í sýningarskrár og tímarit. Hún hefur einnig haldið fjölda fyrirlestra um myndlist á innlendum og erlendum ráðstefnum og fyrir almenning. Margrét hefur verið sýningarstjóri sýninga, m.a. Listasafni Reykjavíkur og Listasafni Árnesinga, og skipulagt listviðburði í samstarfi við listamenn. Hún var einn af stofnendum Lornu, félags áhugamanna um rafræna list, sem m.a. setti á fót listahátíðina Piklsaverk. Auk þess hefur hún fengist við ritstjórn og þýðingar og starfað sem gagnrýnandi og blaðamaður. 

Margrét hefur verið stundakennari og leiðbeinandi við Listaháskóla Íslands frá árinu 2002.  Hún hefur einnig verið stundakennari við Háskóla Íslands, og gegnir stöðu dósents við Háskólann á Akureyri. 

Margrét Elísabet er með doktorspróf í list- og fagurfræði frá Parísarháskóla (Université Paris 1 – Panthéon-Sorbonne). 

Position: 
Deild á starfsmannasíðu: