Fornafn: 
Alma Ragnarsdóttir

Forstöðumaður alþjóðaskrifstofu hefur yfirumsjón með þátttöku skólans í Erasmus Menntaáætlun ESB og Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar. Samstarfið felur í sér lengri og styttri námsdvalir, kennara- og starfsmannaskipti, samstarfsverkefni og þátttöku í alþjóðlegum samstarfsnetum á fagsviði lista og hönnunar.

 

Alma lauk BA prófi í ensku frá Háskóla Íslands 1998 og viðbótardiplóma á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu árið 2017. Alma hefur unnið að uppbyggingu og þróun alþjóðasamstarfs hjá Listaháskólanum frá 2005 og gegnt starfi forstöðumanns alþjóðaskrifstofu frá árinu 2013. Í starfi sínu við LHÍ hefur hún setið í ýmsum vinnuhópum f.h. skólans, þ.m.t. haft yfirumsjón með sviðslistanetinu Norteas frá 2015 til 2018 og myndlistarnetinu KUNO frá árinu 2015. Auk starfa sinna við Listaháskólann sat Alma í stjórn karatedeildar Aftureldingar frá 2013 til 2018 og hefur starfað sem sjálfboðaliði hjá Rauða Krossinum frá 2017.

Department: 
Deild á starfsmannasíðu: