Fornafn: 
Egill Ingibergsson
 

Egill Ingibergsson leikmynda- og ljósahöfundur hefur verið tæknistjóri leiklistar- og dansdeildar Listaháskóla Íslands um árabil, þar sem hann hefur tekið þátt í sköpunarvinnu flestra sýninga Nemendaleikhússins. Egill hefur lýst yfir áttatíuatvinnuleiksýningar og er höfundur leikmynda fyrir yfir þrjátíu leiksýningar hjá hinum ýmsu leikhúsum og hópum. Hann hefur einnig fengist við búningahönnun, hljóð- og myndbandavinnslu fyrir fjölmargar sýningar auk þess sem hann hefur unnið fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Þá er hann hagur á tré og járn og hefur smíðað ófáar leikmyndir. 

Egill hlaut Grímuverðlaunin fyrir lýsingu í Meistarinn og Margaríta hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu 2004 og tilnefningu til Grímunnar fyrir lýsingu í Forðist okkur. Fyrir Gullna hliðið hjá Leikfélagi Akureyrar 2014 og Himnaríki og helvíti hjá Borgarleikhúsi 2018 vann hann Grímuverðlaun fyrir leikmyndir og fékk tilnefningu fyrir sýninguna Sunnefu, sem Svipir ehf settu upp haustið 2020. Hann hefur einnig tekið virkan þátt í félagsstörfum, m.a. sem formaður Félags leikmynda- og búningahöfunda, stjórnarmaður í Bandalagi íslenskra listamanna, Myndstefi og fleiri félögum. 

Nokkrar eftirminnilegar sýningar
Rocky Horror, Leikfélag Menntask. v/Hamrahlíð ´91
Trúðar, Nemendaleikhúsið ´94
Í djúpi daganna, Íslenska leikhúsið ´95
Að eilífu, Nemendaleikhúsið og Hafnarfjarðarleikhúsið ´97
Draumsólir vekja mig, Íslenska leikhúsið ´97
Krákuhöllin, Nemendaleikhúsið v
or ´99
Júlíus, Íslenska leikhúsið/Hafnarfjarðarleikhúsið v
or ´00
Fröken Júlía, Einleikhúsið s
umar ´01
Tattú, Nemendaleikhúsið 
vor ´03
Plómur, Íslenska sambandið v
or ´03
Meistarinn og Margaríta, Hafnarfjarðarleikhúsið v
or ´04
80 ára afmælissýn. Félags Íslenskra Gullsmiða, Gerðasafn okt
 ´04
Spítalaskipið, Nemendaleikhúsið v
or ´05
Forðist okkur, Nemendaleikhúsið sept
 ´05
Footloose, 3 sagas entertainment, jun
 ´06
Grettir, Leikfélag Reykjavíkur apr
 ´07
Deadhead's lament, Nemendaleikhúsið dans, maí
 ´09
Súldarsker, Soðið svið, jan
 ´11 

Óraland, Nemendaleikhúsið, maí ´12 

Leigumorðinginn, Leikfélag Akureyrar okt ´12 

Gullna hliðið, Leikfélag Akureyrar, jan ´14 

Himnaríki og helvíti, Borgarleikhús, jan ´18 

Er ég mamma mín?, Kvennfélagið Garpur, feb ´20 

Deild á starfsmannasíðu: