Með framtakinu vilja þau vekja athygli á og draga fram mikilvægi þeirrar listgreinar sem góð kennsla er. Þetta er sú listgrein sem er lítt í hávegum höfð í kokteilboðum menningarsalanna og kennarar eru sjaldséðir á verðlaunapöllum samfélagsins, vegna kennslustarfanna. Samt er þetta sú listgrein sem skiptir miklu og stundum öllu máli fyrir skólagöngu og framtíð barna og ungmenna.

Nemendurnir heiðruðu þá kennara sem höfðu afgerandi áhrif á þau með því að heimsækja þá og afhenda þeim viðurkenningarskjal ásamt bolla með áletruninni „Það er list að kenna“

Stofnuð hefur verið facebook síða þar sem nemendur Listkennsludeildar segja frá því hvað það var við kennsluaðferðir eða persónuleika kennarans sem hafði þessi góðu áhrif og lifir enn í minningunni áratugum seinna.

Fólk er hvatt til að taka þátt í þessu jákvæða og skemmtilega framtaki með því að segja frá eftirminnilegasta kennara sínum á faceboook síðunni og ýta þannig undir að listin að kenna megi vaxa og dafna um ókomna tíð.

Þetta framtak hefur vakið mikla athygli fjölmiðla.  Hægt er að hlusta á umfjöllun morgunútvarps Rásar 2 á slóðinni hér fyrir neðan þar sem m.a. er viðtal við  listkennslunemana Guðfríði Svölu Arnardóttur og Magnús Val Pálsson ásamt eftirminnilegasta kennara hans, Þorstein Eggertsson.

http://www.ruv.is/frett/ras-2/eftirminnilegir-kennarar-heidradir

Þú getur heiðrar uppáhalds kennara þinn hér
http://www.facebook.com/listadkenna