ERASMUS+ er heitið á nýrri menntaáætlun Evrópusambandsins sem hóf göngu sína 1. janúar 2014. Þáttaka Listaháskólans í Erasmus +  áætluninni gerir nemendum skólans kleift að sækja um styrki til skiptináms og starfsnáms í Evrópu. Ennfremur gefst starfsfólki skólans kostur á að sækja um styrki til starfsmanna- og kennaraskipta.

Hægt er að nýta styrkina til að fara til allra þátttökulanda í Erasmus+. Þessi lönd eru Evrópusambandslöndin 27, EFTA löndin Ísland, Lichtenstein og Noregur auk Tyrklands og Makedóníu. Einnig er hægt að fara til landsvæða sem tilheyra ríkjum Evrópu, t.d. Grænlands, Réunion, Azores eyra o.s.frv.

UMSÓKNIR STÚDENTAR

Umsóknarfrestur var 2. mars s.l.

ATH! Hægt er að sækja um eftir þann tíma. Ef eftirspurn er hins vegar meiri en sem nemur fjölda styrkja, munu þeir sem sækja um eftir 1. mars fara á biðlista eftir styrk.

Á vef Landskrifstofu Menntaáætlunar ESB er að finna nánari upplýsingar um styrkina og leiðbeiningar um það hvernig sótt er um:

Link \u002D Um stúdentaskipti og starfsnám

Link \u002D Umsókn \u002D stúdentar

UMSÓKNIR STARFSMENN / KENNARAR

Umsóknarfrestur er 15. maí n.k.

ATH! Starfsmenn eru hvattir til að ganga frá umsókn sem fyrst og kynna sér tímanlega hvaða fylgigagna er krafist með umsókn. 

Á vef Landskrifstofu Menntaáætlunar ESB er að finna nánari upplýsingar um styrkina og leiðbeiningar um það hvernig sótt er um:

Link \u002D Um starfsmanna\u002D og kennaraskipti

Link \u002D Umsókn \u002D starfsfólk

UPPHÆÐ STYRKJA FYRIR NEMENDUR

Image \u002D Slide1.jpg

UPPHÆÐ STYRKJA FYRIR STARFSMENN

File \u002D Styrkupphæðir eftir löndum

NORDPLUS MENNTAÁÆTLUNIN

Nemendur og kennarar skólans geta ennfremur sótt um norræna styrki til skiptináms, starfsnáms eða starfsmannaskipta. Nánari upplýsingar er að finna Link \u002D hér.

Alþjóðaskrifstofa LHÍ veitir nánari upplýsingar og ráðgjöf en viðtalstími skrifstofunnar er mánudaga til fimmtudaga frá 09.00 - 16.00.