Þegar nemandi er skráður í námskeið er hann jafnframt skráður í próf eða er bundinn skiladögum fyrir verkefni ef námsmatinu er þannig háttað. Með úrsögn úr námskeiði er nemandi þar með leystur undan þeim kröfum er varða námsmatið. Segi nemandi sig úr námskeiði sem er skylda í viðkomandi námi verður hann að skrá sig aftur í viðkomandi námskeið síðar.

Úrsögn úr námskeiði verður að gera skriflega til skólans innan frests sem nemur 1/3 af heildartímalengdinni.