Próf og mat á verkefnum fer fram á
námskeiðstíma eða á sérstökum prófdögum í lok hvors misseris. Kennarar
standa fyrir námsmati og eru ábyrgir fyrir því, en hver deild ræður
tilhögun prófa og verkefnaskila innan marka þessara reglna. Próf eru
munnleg, skrifleg eða verkleg. Til verkefna teljast m.a. ritgerðir,
skýrslur, tónleikar, hvers konar listsköpunarverkefni og rannsóknir
tengdar þeim. Um samsetningu námsmats skal vera samráð á milli
deildarforseta og hlutaðeigandi kennara og ákvörðun kunngerð nemendum í
námskeiðslýsingu eigi síðar en við upphaf kennslu í viðkomandi
námskeiði. Um ábyrgð og mat á lokaverkefnu gilda sérstök ákvæði, sem
tilgreind eru í skólareglum Listaháskólans.