Frá árinu 2007 hefur Listaháskólinn stýrt Leonardo mannaskiptaverkefnum í flokknum “ungt fólk á vinnumarkaði”. Markmið þessara verkefna er að styrkja nýútskrifaða nemendur skólans til starfsþjálfunar á evrópskum vinnumarkaði en ljóst er að þýðing slíkra styrkja hefur margfaldast í kjölfar efnahagskreppu og vaxandi atvinnuleysis í Evrópu. Í desember 2012 hlaut Listaháskólinn gæðaviðurkenningu Menntaáætlunar ESB fyrir verkefnið sem valið var eitt af þremur fyrirmyndarverkefnum það árið.

Landskrifstofa Menntaáætlunar ESB styrkir árlega aðeins hluta þeirra umsækjenda sem senda inn verkefnisumsóknir en aðeins fyrirtæki og stofnanir geta sótt um styrki.  Það er skólanum sönn ánægja að hafa orðið fyrir valinu með verkefni sín og nú þegar hafa þrjátíu útskrifaðir nemendur notið góðs af starfsþjálfun erlendis með aðstoð Leonardo Menntaáætlunar ESB.

Leonardo mannaskiptastyrkur hljóðar uppá 1500 - 2000 evrur í styrk fyrir fyrstu tvær vikurnar og 150 - 235 evrur á viku eftir það. LHí býður útskrifuðum nemendum sínum uppá styrki til fjögurra til sextán vikna starfsþjálfunar. Upphæð styrkja ákvarðast m.a. af dvalarstað en styrkur fyrir 12 vikna dvöl í Bretlandi nemur t.a.m. 4200 evrum. Að auki er hægt að sækja um undirbúningsstyrk til tungumálanáms.

Styrkir fyrir tímabilið 2013 - 2014: „Moving Skills in Art and Design III“

Listaháskólinn hlýtur verkefnisstyrk að upphæð 46.735 € og stefnt er á að styrkja a.m.k. 10 nemendur til starfsnáms á tímabilinu 1.júní 2013 - 31.maí 2014. Starfsnámsstyrkur er veittur fyrir dvöl sem nemur að lágmarki 4 vikur og að hámarki 16 vikur. 

Nemendur sem útskrifast árið 2013 eða brautskráðust í fyrra geta sótt um styrkinn. Umsókn samanstendur af: viljayfirlýsingu sem undirrituð hefur verið af móttökuaðila, starfsnámssamningi og stuttri greinargerð þar sem fram kemur hvernig starfsnámið tengist námi og áhugasviði viðkomandi og hvernig það mun nýtast til framtíðarstarfa. Umsókn skal senda í tölvupósti til Ölmu Ragnarsdóttur, verkefnisstjóra á netfangið alma [at] lhi.isUmsóknarfrestur er 1.júní n.k.

Leiðbeiningar fyrir umsækjendur og styrkþega

Letter of Intent - viljayfirlýsing móttökuaðila

Training agreement (Fyrstu síðuna má fylla út rafrænt með Acrobat Reader eða Preview)

Leonardo verkefni Listaháskólans:

2012 - 2013: „Moving Skills in Art and Design II“

Verkefnisstyrkur að upphæð 43.432 €. 10 útskrifaðir nemendur hlutu styrk til að sækja 4ra - 16 vikna starfsþjálfun á evrópskum vinnumarkaði.  

2011-2012: „Moving Skills in Art and Design“

Verkefnisstyrkur að upphæð 18.012 €.  6 útskrifaðir nemendur hlutu styrk til að sækja 4ra - 16 vikna starfsþjálfun á evrópskum vinnumarkaði.  

2010-2011: “Art and Design in Post-crisis Environment”

5 útskrifaðir nemendur á sviði arkitektúrs, hönnunar, myndlistar, tónlistar og leiklistar hlutu styrk til starfsþjálfunar í Danmörku, Finnlandi, Hollandi og Noregi.

2009-2010: “New Skills and Training in Art and Design”

8 útskrifaðir nemendur á sviði hönnunar, myndlistar, listkennslu og sviðslista hlutu styrk til starfsþjálfunar í Þýskalandi, Belgíu, Svíþjóð og á Ítalíu og Bretlandi.

2007-2009: “Training in Design and Architecture”

6 útskrifaðir nemendur á sviði hönnunar og arkitektúr hlutu styrk til starfsþjálfunar í London, Kaupmannahöfn og París.

Upplýsingar um styrkþega og verkefni þeirra