Listaháskóli Íslands er með mikla sérstöðu bæði á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi; skólinn býður upp á nám í tónlist, sviðslistum, hönnun, arkitektúr og listkennslu. Þetta þýðir að nemendur geta sótt fyrirlestra, námskeið og smiðjur í öðrum deildum en sinni eigin og öðlast þannig víðtækt tengslanet og þekkingu.

 

Kynningarstarf LHÍ miðar að því að kynna skólann sem vænlegan kost fyrir væntanlegum nemendum, miðla rannsóknum og gagnrýnni umræðu á sviði lista og hönnunar, koma opnum viðburðum skólans á framfæri og stuðla að umfjöllun á opinberum vettvangi um skólasamfélagið og hagsmuni þess.

Ertu að hugsa um nám við Listaháskóla Íslands?

Listaháskóli Íslands heldur tekur þátt í Háskóladeginum sem haldinn er árlega á vorin. Þá geta áhugasamir kynnt sér námið, hitt nemendur og kennara og skoðað umsóknarmöppur. Háskóladagurinn fer fram næst 5.mars 2016 og verða kynningar á námi Listaháskólans í Laugarnesinu.

Einnig er haldið opið hús árlega á haustin og er þá hægt að hemsækja deildir skólans, fá leiðsögn og námskynningar sem og að hitta nemendur við skólann.

Kynningarstarf fer einnig fram í framahaldsskólum og hvetjum við áhugasama til þess að hafa samaband við Ilmi Dögg, kynningarstjóra Listaháskólans, ef óskað er eftir heimsókn frá okkur.

Samfélagsmiðlar:

Listaháskólinn er á Facebook, Instagram og Snapchat. Fylgstu með okkur þar og fáðu innsýn í líf skólans sem og fréttir af opnum viðburðum.

Listaháskólinn er einnig með samnefnt smáforrit/app sem hægt er að sækja í iStore og Google Play.

 

Kynningarefni deilda:

Bakkalárnám

Meistaranám