Laura de Mello Alves Pires er meistaranemi í listkennsludeild. Laura er frá Brasilíu og er búsett á Íslandi en hún flutti til Íslands út af ástinni, eins og gerist svo oft.
 
„Ég er með BA í grafík og vöruhönnun frá FAU-USP háskólanum í São Paulo, Brasilíu. Í gegnum tíðina hef ég verið að safna allskonar mismunandi áhugamálum tengdum listum, föndri, og íþróttum. Það má nefna til dæmis leirmótunnám, tálga, prjóna, bókagerð, læra á einhjól, jöggla, prófa að spila á hljóðfæri, rannsaka pixo (veggjakrot) í São Paulo,“ nefnir Laura sem dæmi.
 
 
lauraportfolio-12.jpg
dsc01291.jpg
lauraportfolio-51.jpg
img_4140.jpg

 

20210701_164615.jpg
 

 

„Ég kom til Íslands út af ástinni, eins og kannski margir innflytjendur utan Evrópulanda. Ég hitti fyrrverandi konuna mín þegar ég var skiptinemi í Englandi. Við vorum mjög ástfangnar og ákváðum að gifta okkur. Hún flutti til Brasilíu og við bjuggum þar í tæplega tvö ár,“ segir Laura en þær fluttu til Íslands stuttu eftir að Laura lauk háskólanámi sínu í Brasilíu.
 
Laura var starfsnemi á vefhönnunarstofu og hafði einnig kennt portúgölsku og ensku í São Paulu áður en hún flutti til landsins.
 
„Ég er búin að vera á Íslandi síðan. Það var smá flókið þegar við skildum en sem betur fékk ég að vera hér áfram“ segir Laura en hún hefur starfað á leikskóla sem leikskólaleiðbeinandi hér á landi um tíma.
 
 
 
lauraportfolio-48.jpg
 

 

„Það var ekki langt frá því ég byrjaði að vinna í leikskóla að ég uppgötvaði að ég elska að starfa í leikskóla og ákvað að verða menntaður kennari. Vandamálið var að ná nægjanlegri íslenskugetu. Það virtist vera ómögulegt verkefni en smátt og smátt bættist hún við. Það munaði mikið að ég átti íslenska kærustu sem hvatti og hjálpaði mér,“ segir hún en annað sem Laura gerði var að fara á kvöldnámskeið í myndlistaskóla.
 
„Þá gat ég gert eitthvað skemmtilegt á meðan ég var að æfa mig í íslensku. Það er erfitt að finna íslenskunámskeið fyrir nemendur sem eru komnir lengra en grunnstigum.“
 
 
lauraportfolio-35.jpg
 
lauraportfolio-40.jpg
 

 

Þegar Laura var að eigin mati komin með nægjanlegan grunn í íslenskunni ákvað hún að sækja um í listkennsludeild.
 
„Þegar ég hélt að ég gæti kannski gert það, skráði ég mig í meistaranám í listkennslufræði. Það var mjög gott að vita frá því að ég fór í inntökuviðtal að það var möguleiki á að skila verkefnum á ensku. Ég vildi gjarnan gera allt á íslensku en það var gott að vita af því. Það endaði á að það var reyndar nauðsynlegt að geta gert það, skila verkefnum á ensku. Ég get skrifað á íslensku en það er erfiðara og tekur töluvert lengri tíma.“
 
Lauru finnst listkennsludeildin vera tilbúin til að koma til móts við þarfir nemenda.
 
„Almennilega, ekki bara það að hafa íslensku sem annað mál. Við erum öll ólík og þurfum mismunandi stuðning. Ég er mjög ánægð með námið og skólann. Kennararnir eru frábærir, áhugasamir og hvetjandi. Mér leið alltaf vel og velkomin í LHÍ, og ég vil ítreka það frá mínu sjónarhorni sem innflytjandi. Ég lærði mikið og hafði gaman af því. Samnemendur mínir eru líka æðislegir, mér finnst að það sé góð menning hjá nemendum í listkennsludeild. Það er mjög spennandi að fara að útskrifast en líka sorglegt því að ég vil ekki hætta í skóla.“
 
Í lokaverkefni sínu er Laura að rannsaka myndlistakennslu í leikskólum.
„Áhersla námsins er í grunn- og framhaldskóla þannig að ég vildi einbeita mér að leikskóla núna. Í stuttu máli er ég að rannsaka viðhorf leikskólastarfsmanna til listkennslu í leiksólum. Mig langar að vita hvað þeim finnst um það, skilja hvernig kennari er ég í því samhengi og nota það til þess að undibúa mig betur fyrir starfið.“
 
Að útskrift lokinni ætlar Laura að halda áfram að vinna á sama en sem listgreinakennari.
 
„Eftir að vera í náminu veit ég að ég get kennt hvaða aldurshóp sem er, sem sagt, ég er ekki lengur hrædd við unglinga, til dæmis.“ Aðspurð hvað annað er framundan hjá Lauru segir hún: „Ég er ekki spákona þannig að ég veit það ekki. Ég er samt bjartsýn.“
 
passamynd_laura.jpg