Háskóladagurinn 2024 fer fram laugardaginn 2. mars milli klukkan 12:00 – 16:00.*

Listaháskóli Íslands býður gesti velkomna að Laugarnesvegi 91 þar sem allar námsleiðir skólans verða kynntar

Í boði verða tónleikar, viðburðir og sýningar, nemendur og starfsfólk verða á staðnum til þess að svara spurningum og hægt verður að fara í leiðsagnir um húsið.

*Þess má geta að LHÍ verður með opið í klukkustund lengur en aðrir háskólar eða til klukkan 16:00.

TÍMASETT DAGSKRÁ

12:00 Setning háskóladagsins 2024

Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands býður gesti velkomna
Hr. Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands setur Háskóladaginn 2024 
Tónlistaratriði frá tónlistardeild LHÍ
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra flytur ávarp

12:30 - Leiðsögn um húsið 
13:30 - Leiðsögn um húsið
14:00 - Danssýning. Einstaklingsverkefni Cristina Agueda, dansara á 3. ári í samtímadansi. Stofa L223, 2. hæð. 
14:30 - Leiðsögn um húsið 
15:30 - Leiðsögn um húsið

Í BOÐI ALLAN DAGINN

Alþjóðlegt meistaranám
Finnland, 1. hæð

Alþjóðlegt meistaranám Listháskóla Íslands kynnt – MArch arkitektúr, MA hönnun, Meistaranám í sviðslistum, MA myndlist, Meistaranám í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) og Meistaranám í tónsmíðum.

Arkitektúrdeild
H. Hansen, 1. hæð

Arkitektúrdeild sýnir verkefni nemenda og umsóknarmöppur. 

Hönnunardeild
L142, 1. hæð

Sýnd eru verk nemenda í grafískri hönnun, fatahönnun og vöruhönnun. Umsóknarmöppur til sýnis. 

Kvikmyndalistadeild
L141, 1. hæð

Kvikmyndalistadeild býður í bíó.

Listkennsludeild
L192, 1. hæð 

Nemendur kynna nám í listkennsludeild í formi tálgunar og samtals. 

Myndlistardeild
Hulduland, 1. hæð

MA myndlistarsýning. HYLDÝPI, Camilla Cerioni. 

Lísuland, 1. hæð

Nemendur myndlistardeildar sýna afrakstur námskeiðsins Hluturinn talar.

Bakland, 1. hæð

Nemendur myndlistardeildar sýna afrakstur námskeiðsins Lifandi miðlar.

Málarasalur, 1. hæð

Nemendur myndlistardeildar sýna afrakstur námskeiðsins Sögur og frásagnir.

Kubburinn, 2. hæð

MA myndlistarsýning. Í þögninni // Amid the Silence, Sunneva Ása Weisshappel.

Sviðslistadeild
L140 og L143 á 1. hæð og L223 á 2. hæð

Sviðslistadeild tekur á móti gestum og verður með opinn tími frá klukkan 12:30-14:00 í L143. Nemendur í samtímadansi taka á móti gestum í L140. 

Einstaklingsverkefni Christina Agueda, dansara á 3. ári í samtímadansi kl.14:00 í stofu L223.

Tónlistardeild
Fyrirlestrarsalur L193, 1. hæð

Nemendur tónlistardeildar bjóða gestum upp á lifandi tónlist.

Aðrar kynningar

Ný námsleið LHÍ og HR kynnt: Stafræn sköpun og gagnvirk tækni

  Alþjóðaskrifstofa kynnir skiptinám og starfsnám.

  Verkstæði eru opin og hægt að kynna sér þau.

  Landbúnaðarháskóli Íslands verður á svæðinu til að kynna sitt námsframboð. Háskólinn á Bifröst kynnir BA nám í skapandi greinum.

  Kaffi, dýrindis brauð og bakkelsi til sölu í mötuneyti.

  Við hlökkum til að sjá ykkur!

  Nánari upplýsingar um Háskóladaginn má finna HÉR