Einkasýning Katrínar Jóhannesdóttur Tilhneiging til samleiks opnar 12. október kl. 17:00 - 19:00 í Kubbnum, Laugarnesi. 
 
Að tína,
setja saman heild,
úr hlutum af nokkurn veginn sömu stærð
Einstök, einangruð brot
Hulur, hólf,
massi, flötur, rými
og afmörkuð svæði
Þau eru hér, og hér, og hér
og þau eru svona
 
banner_fb_kata_katrin_johannesdotti.jpg
Sýningin er partur af einkasýningaröð BA nemenda á þriðja ári í myndlist sem fara fram á tímabilinu 28. september - 16. nóvember 2023.
Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur. Kennarar Hekla Dögg Jónsdóttir og Sindri Leifsson.
 
Nánari upplýsingar um einkasýningaröðina má finna HÉR.
Viðburðurinn á Facebook.