What do you want to find?
Ásthildur Ákadóttir
Þetta verkefni tekur fyrir spurninguna: Af hverju er sköpun mikilvæg í skólastofunni og lífinu sjálfu?
Verkefnið skoðar hvernig hlutverk menntunar er í raun valdefling nemenda. Skoðaðar eru kenningar Paulo Freire um valdeflingu og hvernig þær hvetja nemendur til að hafa stjórn á sínu eigin lífi og hvetja til skapandi hugsunar sem svo skapa hugleiðingar og aðgerðir til að breyta heiminum. Skoðað er hvað kemur í veg fyrir sköpun í skólastarfi, rýnt í kenningar fræðafólks um hvernig skólakerfið heftir sköpunargáfu nemenda og vinnur gegn margbreytilegri hugsun. Lausnir og aðferðir eru kynntar til að nýta til sköpunar. Teknar eru fyrir
skilgreiningar á sköpun, mikilvægi eiginleikans að læra nýja hluti og margbreytileg hugsun.
Við skoðum mikilvægi mistaka í sköpun og hvernig ótti við mistök kemur í veg fyrir að nemendur læri og skapi. Leiðir til að komast í skapandi ferli eru ræddar, flæðiskenningar
Csikszentmihalyi, að vera í „sóninu“ og hvernig tímaskyn breytist. Út frá því skoðum við
hvort tíminn sé til og hvernig það hefur áhrif á skapandi ferli. Úr tímanum förum við í
mikilvægi spunans í skapandi ferlinu og hvernig allur spuni er í raun sköpun. Að lokum er
tónlistarminnið skilgreint og hvernig það hjálpar okkur í skapandi ferli. Í úrvinnslu gagna er
notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir með viðtalssniði.
Niðurstöðurnar gefa til kynna samhljóm meðal viðmælenda um að allir séu skapandi, viðmælendur skapa vegna þess að þeir verða að gera það og sköpun er frumþörf. Viðmælendur upplifa að í skapandi ferli séu þeir að fylgja einhverju sem er búið að ákveða, sem tengist beint hvernig tíminn er ekki til. Agaleysi og óreiða vinna með sköpun og með því að skapa ertu að breyta heiminum. Nemendi sem æfir sköpun öðlast sjálfstraust, betrumbætir sjálfan sig og heiminn á sama tíma.