Undanfarin sjö ár, hafa nemendur á fyrsta ári við meistaranám myndlistardeildar dvalið eina viku á Hjalteyri sem hluti af vinnustofu haustannar. Þau hafa sett upp sýningu í Verksmiðjunni á Hjalteyri þar sem saga verksmiðjunnar og sérstaða staðarinns er efniviður og viðfangsefni verka þeirra. Að þessu sinni fer Hrafnhildur Helgadóttir, myndlistarmaður með nemendum norður og leiðir námskeiðið ásamt Gústav Geir Bollasyni, myndlistarmanni og stofnanda Verksmiðjunnar. Verkefnið er samvinnuverkefni Verksmiðjunnar á Hjalteyri og Listaháskóla Íslands. 
 
Meistaranemarnir dvelja á Hjalteyri frá 17. - 24. september og lýkur dvöl þeirra með sýningu á afrakstri vinnu þeirra sem verður opnuð í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugardaginn 23. september og kl.16:00 – 18:00  
img-7740.jpg
Nemendur
Emil Gunnarsson  
Heimir Snær Sveinsson  
Marzieh Amiri   
Nicole Desautels  
Seunghoon Baek  
Laura Wiemers  
Linnea Jonsson
Valgerður Jónsdóttir  
Wanxin Qu 
 
Allir hjartanlega velkomnir.