Gengið umhverfis Snæfellsjökul – Heima 

Verkefni mitt er listrannsókn þar sem ég fór fótgangandi umhverfis Snæfellsjökul. Ég skráði hjá mér upplifun mína og hugsanir skriflega, skissaði, tók ljósmyndir og vann myndlistaverk. Ég kannaði á eigin skinni tengsl mín við náttúruna með tilliti til sköpunar. Ég skráði för mína í dagbækur og hef unnið bókverk úr völdum köflum. Ég kynnti mér hvernig listamenn hafa notað göngur í listrænu skyni og því hvað felst í hugtakinu listrannsókn. Nálgun mín er fyrirbærafræðileg, ég kynnti mér myndlistamenn sem hafa notað göngur á listferli sínum ásamt öðrum sem hafa notað efnivið náttúrunnar í sköpun sína með ýmsum hætti. Ég velti fyrir mér fegurð í víðum skilningi og upplifunar ýmissa tilfinninga í ferli sem þessu. Ég fann á eigin skinni hvað það að dvelja á ákveðnum stað í náttúrinni í alls kyns aðstæðum hafði áhrif á gerð myndlistar minnar og hugleiðingar henni tengdri um leið og upplifði það að verða uppnumin af fegurðinni sem við mér blasti, mér fannst ég stundum nær ofurliði borin, jafnvel óttaslegin en fyrst og fremst full orku í andlegum skilningi. 

Niðurstaða verkefni míns birtist í greinargerð, gerð bókverks og myndlistarsýningar.