,,Fegurðin í ófullkomleikanum"
Getur aukin umhverfisvitund í gegnum útikennslu verið valdeflandi fyrir nemendur?

A person holding a baby by a tree</p>
<p>Description automatically generated with low confidenceA picture containing human face, person, smile, clothing</p>
<p>Description automatically generated

Í þessari meistararitgerð var farið með verkefnið Fegurðin í ófullkomleikanum inn í 10. bekk með aukna umhverfisvitund, núvitund, skapandi hugsun og valdeflingu í miðdepli. Verkefnið byggir á eigin reynslu höfundar sem hefur í gegnum árin tíðkað að skoða ýmislegt í nærumhverfi sínu í gegnum ljósmyndun. Höfundur hefur síðar áttað sig á að þessi aðferð við að ígrunda umhverfi sitt var henni ómeðvituð leið til eigin valdeflingar. 

 
  A picture containing bottle, soft drink, store, shelf</p>
<p>Description automatically generated

Verkefnið byggir á kenningum um útikennslu og hugsmíðahyggju þar sem nemendur vinna verk sín út frá eigin hugsunum og sjónarhorni. Höfundur notaði sín eigin verk og ferli til útskýringa á verkefninu og setti nemendum fyrir ákveðið þema fyrir hvern dag. Þemað var þó einungis til leiðbeiningar og nemendum frjálst að víkja frá því eins og hver vildi. Farið var í þrjár ljósmyndagöngur um hverfið til að efla tengslin á milli nemenda og umhverfisins. Með því að ígrunda umhverfi sitt og leita að fegurð í hinu hversdagslega eru nemendur hvattir til núvitundar og til að líkami og hugur fái hvíld, jafnvel þó að verkefnið sé unnið í gönguferð. 

A picture containing art, screenshot, outdoor, mosaic</p>
<p>Description automatically generated
Verkefnið var tilraun til að fanga sjónarhorn nemenda á nærumhverfi skólans í gegnum ljósmyndir sem þau tóku á sína eigin farsíma. Myndir þeirra voru síðan prentaðar eftir hvern dag og nemendur fengu þær í byrjun næsta tíma til þess að rýna í þær og flokka þær eftir því kerfi sem hver hópur ákvað. Flokkunin var nýtt sem kennslutól til að efla myndlæsi nemenda og hvetja þá til að tjá skoðanir og rökstyðja þær.