Árleg sýning fyrsta árs meistaranema í sýningagerð við Listaháskóla Íslands opnaði í Listasafni Reykjanesbæjar 11. mars og lauk 16. apríl. 
1500 gestir lögðu leið sína í safnið til að njóta sýningarinnar.

 
Sýningarstjórar eru Daria Testoedova, Elise Bergonzi og Hannah Zander sem allar stunda meistaranám í sýningagerð við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Á sýningunni áttu stefnumót listamennirnir Carissa Baktay, Claire Paugam, Claudia Hausfeld, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Iða Brá Ingadóttir, Hye Joung Park og Þórdís Erla Zoëga og var m.a. fjallað um áhrif nærumhverfisins og breytileika þess á innri
upplifun og tjáningu.
 
Frá 2021 hefur Listasafn Reykjanesbæjar á hverju ári boðið meistaranemum á fyrsta ári í sýningagerð við LHÍ að stýra sýningu í safninu, sem hluti af náminu. Þar er lögð áhersla á sýningagerð sem víðfeðman og margþættan vettvang sköpunar og rannsókna með samvinnu sem lykilþema. Sýningar meistaranema hafa vakið athygli safngesta og samstarfið við Listaháskólann er jafnframt liður í að kynna safnið fyrir nýrri kynslóð sem starfar innan listgreina og fræðasviðs lista á Íslandi.

Myndir: Frá sýningunni Undirljómi / INFRA-GLOW. Sýningarstjórar Daria Testoedova, Elise Bergonzi og Hannah Zander.
Ljósmyndir: Vigfús Birgisson