Nemendur á þriðja ári í arkitektúr í Listaháskólanum voru í Kastljósinu á dögunum ásamt kennara sínum, Degi Eggertssyni.  Tilefnið var að Góði hirðirinn opnaði þann 1.apríl sl. í gömlu Kassagerðinni við Köllunarklettsveg. Auk þess að vera helsti nytjamarkaður landsins verður þar líka nýtt rými, Kassinn, sem verður helgað alls kyns vinnustofum. Arkitektanemar riðu á vaðið í síðustu viku og lögðu undir sig Kassann til að búa til hús úr rusli. Þar nýttu þau húsgögn, efnivið og allskonar hluti sem ekki á að setja í sölu og bjuggu til eitthvað alveg nýtt. 

Skoða má umfjöllun Kastljóssins hér. Innslagið byrjar á 7mín 19sek.