Lifandi Orgel / Intelligent Insstruments Lab - Uppskerutónleikar
Um er að ræða uppskerutónleika eftir vinnustofu þar sem Klais orgelið í Hallgrímskirkju er í aðalhlutverki.
Rannsóknarstofan Intelligent Instruments Lab, í samstarfi við Áka Ásgeirsson, bauð fyrr í mánuðinum áhugasömu tónlistarfólki að taka þátt í vinnustofu þar sem skapandi gervigreindartækni var notuð til að spila á orgel Hallgrímskirkju. Þátttakendur vildu prófa að nota orgelið á nýjan og áhugaverðan hátt; búa til ný hljóð, segja nýjar sögur, hafa gaman og endurskilgreina merkingu orgeltónlistar. Þátttakendur nota tækni og hugbúnað sem þróaður hefur verið á IIL rannsóknarstofunni í bland við sinn eigin búnað og hljóðfæri.
Búast má við spennandi tónlist þar sem hið magnaða hljóðfæri er sett í samhengi við nýsköpun í tónlist 21. aldarinnar.
Frítt inn, öll velkomin!
 
--English--
Concert based on workshop and collaboration between Intelligent Instruments Lab, Áki Ásgeirsson and Hallgrímskirkja.
Earlier this month, the Intelligent Instruments Lab at the Iceland University of the Arts invited interested musicians to participate in a workshop where we explored the use of creative AI technologies to play the organ at Hallgrímskirkja. This concert is the result of this workshop, where the participant's work will be performed.
Expect some exciting music as the amazing instrument is placed in the context of 21st century musical innovation.
Admission is free and everyone is welcome!