VELFERРer opin fyrirlestrarröð listkennsludeildar Listaháskóla Íslands skólaárið 2022-2023

 
Fyrirlestrarröðin fer fram í LHÍ Laugarnesi, Laugarnesvegi 91
Fimmti fyrirlestur í röðinni er þriðjudaginn 7. febrúar kl. 13-16. 
 
 
Fyrirlesarar: Hrefna Lind Lárusdóttir og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, listrænir stjórnendur Krakkaveldis og sviðslistakonur
 

Samfélagsleikhús með börnum - Aðferðir og verkfæri

Samfélagsleikhús með börnum - Aðferðir og verkfæri. Er fyrirlestur um hugmynda og aðferðafræði sviðslistaverkefnisins Krakkaveldis sem hefur verið starfrækt síðan 2018. Hrefna og Salvör munu greina frá vinnuaðferðum sínum með börnum og hvernig krakkar geta breytt heiminum í sitt eigið drauma samfélag.    
 
Hrefna Lind Lárusdóttir og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir eru sviðslistakonur með mikla reynslu af kennslu og samfélagslist. Hrefna hefur verið listrænn stjórnandi Saga Residensíu, auk þess að þróa sviðslista-og hönnunarverkefnið Mannyrkjustöð Reykjavíkur ásamt Búa Bjarmari Aðalsteinssyni. Hún er einnig stofnandi félagssamtakanna Múrar brotnir sem stuðlar að listavinnustofum í fangelsum landsins og meðlimur hljómsveitarinnar the Post Performance Blues Band. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir hefur unnið að verkefninu Krakkaveldi síðan 2018, Hún er einnig leikstjóri og hefur unnið að uppsetningum pólsk-íslenska leikhópsins PóliS og leikfélagsins Elefant, sem er skipað leikurum af blönduðum uppruna og vinnur nú að uppsetningu á Íslandsklukkunn í Þjóðleikhúsinu.           
 
screen_shot_2023-01-22_at_12.46.19.png
 

 

barnabaerinn.jpg
 

 

 
Vinsamlega athugið að fyrirlesturinn er ekki tekinn upp.