Meistaranám í Listum og velferð er 120 eininga námsleið fyrir þau sem hafa áhuga á að þróa leiðir til að nýta listir í þágu félags- og heilsueflingar.
 
Sjálfsögð áhersla í samfélaginu um aukið aðgengi allra að listsköpun og listviðburðum kallar á markvissa uppbyggingu og á fjölda fólks með þekkingu á sviði lista og velferðar.
 
Markmiðið með náminu er að auka aðgengi og þátttöku ólíkra hópa í listtengdum verkefnum og viðburðum. Áhersla er á að þróa nýjar leiðir í þverfaglegri samvinnu stofnana, félagasamtaka og listamanna í störfum sem fara fram við síbreytilegar aðstæður með fjölbreyttum hópi einstaklinga.
 
 
Uppbygging náms
 
Námið byggir á fjölbreyttum námskeiðum, s.s. listmeðferðarfræði, listum í samfélaginu, rannsóknaraðferðum og vinnustofum, ásamt vinnu á vettvangi. Náminu er ætlað að styðja við einstaklingsbundinn áhuga nemenda, sem þróar sína eigin leið í gegnum námið og byggir lokaverkefni sitt á persónulegum faglegum áhuga, reynslu og framtíðarsýn. Í gegnum aðferðir lista og með samvinnu faggreina og ólíkra hópa samfélagsins er markmiðið að styðja við borgaralega þátttöku og félagslega ábyrgð nemenda og stofnana í átt að inngildingu.
 
Námið er 120 einingar og fullt nám í tvö ár. Einnig má skipta náminu á fleiri ár.
Námið skiptist í:
    Skyldunámskeið, 67 einingar
    Valnámskeið, 33 einingar
    Lokaverkefni 30 einingar
 
Kennslutungumál er íslenska

 

Aðgangsviðmið 

BA-gráða í listum eða bakkalárgráða í heilbrigðisvísindum og talsverð menntun og/eða reynsla í einhverri listgrein. Áhugi og reynsla af vinnu með viðkvæmum hópum er skilyrði.
 
 
 
 

Nánar um uppbyggingu námsins 

Diagram</p>
<p>Description automatically generated

 

Lokaverkefni

Lokaverkefni geta verið í formi rannsóknar eða viðburðar. Í öllum tilfellum skal rannsóknin eða verkefnin vera tengd og byggð á verklegri og listrænni vinnu með völdum hópi í samfélaginu. 
 
*Námsbrautin hefur hlotið styrk til þróunar frá Erasmus+ áætluninni í samstarfi við University of Porto, University of Alicante, University of Hertfordshire, Academy of Fine Arts in Munich, Metropolia University of Applied Sciences in Helsinki, and AEC (The Association Européenne des Conservatoires, Académies de Musique et Musikhochschulen. 
 

 

 

KENNSLUSKRÁ OG UPPBYGGING NÁMS

Smellið hér fyrir kennsluskrá og uppbyggingu náms

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR

Opnað fyrir umsóknir: 8. janúar 2024

Umsóknarfrestur: 13.maí 2024

Umsóknum svarað: Júní 2024

Umsóknargjald 5000 kr.

UMSÓKNIR

Rafræn umsókn
Sérleiðbeiningar deildar

HAFA SAMBAND

juliana [at] lhi.is (Júlíana Kristín Jónsdóttir), deildarfulltrúi

FLÝTILEIÐIR

Skólareglur
Háskólalög
Skólagjöld LHÍ
Kennsluskrá LHÍ

Umsóknar- og inntökuferli

Selected graduation projects

Ljóðasmiðja- Poetry Workshop
Dálítill sjór
„Arts Education mixed with the artist is a perfect combination. To teach inspires you in your own art creation. What remains after my time at the study programme is huge network of people. Also an take with me newfound wisdom and tools that will serve me in my teaching and generally in life. I am happiest about how I  was able to mix all the things that I have been doing in life: Fashion design, yoga teaching, the artist and the art teacher in me. Arts Education helped me to connect the dots.“
 

 

 

Thelma Björk Jónsdóttir, designer and yoga teacher.

Dean

At the department of Arts Education at the Iceland Academy of the Arts, the study is in many ways different than in many other places in the world. At the IAA artists from all disciplines: fine art, architecture, design, music, theatre and contemporary dance come together with that in common that they want to study Arts Education. Even though each student focues on his/hers discipline, there are a many courses that are joint and that makes the department a melting pot of the Arts. 

Kristín Valsdóttir, dean at Department of Arts Education.