„Hraði á hlýnun jarðar hefur aldrei­ verið jafn mikill og nú. Við höfum­ lokað augunum fyrir afleiðingunum.
Það er því mikilvægara en nokkru­ sinni fyrr að koma í veg fyrir frekari­ hlýnun.“
 
Sýningin Jarðtenging opnar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum fimmtudaginn 8. desember næstkomandi kl 17:00, en menningarmiðstöðin var opnuð nýlega eftir gagngerar endurbætur og breytingar á húsnæðinu. Sýningin er hönnuð og framleidd af nemum í grafískri hönnun við Listaháskólann í samstarfi við Landsvirkjun, Gagarín og Sláturhúsið. Jarðtenging snýr að loftslagsbreytingum og tekur á stærsta vandamáli nútímasamfélags með grafískum og gagnvirkum lausnum.
 
Fljótandi veigar og alvöru upplifun í boði. Verið velkomin!