Hjálmar sjötugur
Fræðsla og fögnuður í Dynjanda þann 25.nóvember 2022.

g81a7929.jpg
Hjálmar H. Ragnarsson segir frá verkum sínum og tónlistarferli.
Mynd: Leifur Wilberg 

Margur mætti að fagna og fræðast í tilefni 70 ára afmælis Hjálmars H. Ragnarssonar, tónskálds og fyrrverandi rektors Listaháskóla Íslands. Tónlistardeild LHÍ stóð fyrir opnum viðburði þar sem gestir fengu að fræðast um listrænan feril Hjálmars og heyra brot af verkum hans flutt í Dynjanda, sal tónlistardeildar, þann 25.nóvember.

g81a7813.jpg
Hjálmar H. Ragnarsson og Þorbjörg Daphne Hall í samtali.
Mynd: Leifur Wilberg

Hjálmar átti opið og einlægt samtal við Þorbjörgu Daphne Hall, dósent í tónlistarfræðum, um verk sín, listina og feril sinn. Hjálmar hefur verið atkvæðamikill sem tónskáld hér landi allt frá því hann flutti heim 1980 að loknu framhaldsnámi í Bandaríkjunum og Hollandi. Verk hans spanna allt frá einleiksverkum til stærri sinfónískra verka, og frá einsöngslögum til söngleikja og ópera. Hann hefur samið tónlist fyrir fjölda leiksýninga og fyrir kvikmyndir, auk þess sem hann hefur unnið með ýmsum kórum og sönghópum bæði sem tónskáld og stjórnandi.

g81a7960.jpg

Herdís Anna Jónasdóttir og Áshildur Haraldsdóttir.
Mynd: Leifur Wilberg

g81a8028.jpg
Sif Tulinius.
Mynd: Leifur Wilberg

 

Þær Herdís Anna Jónasdóttir og Áshildur Haraldsdóttir fluttu brot úr Noktúrnu eftir Hjálmar en verkið er skrifað fyrir fjölrása rafhljóð, sópran-rödd og altflautu. Þá flutti Sif Tulinius brot úr verki Hjálmars, Partítu fyrir sólófiðlu. Flutningur verkanna var einstakur en þær lýstu einnig upplifunum sínum á verkunum. Að lokum var gestum boðið upp á léttar veitingar og notalega samverustund í Dynjanda.

Við þökkum öllum sem tóku þátt í gleðinni fyrir komuna, tónlistarflutninginn og fræðsluna. Að lokum óskum við Hjálmari til hamingju með árin sjötíu og áframhaldandi velferðar í lífi og list.