Útskriftartónleikar LHÍ
Laugardaginn 3.desember kl.18:00
Dynjandi, Skipholti 31.

Flautuleikarinn Karen Jóna Steinarsdóttir lýkur bakkalárgráðu í hljóðfæraleik. Tónleikar hennar fara fram í Dynjanda, sal tónlistardeildar LHÍ, laugardaginn 3.desember kl.18:00.

image.jpeg

Karen Jóna Steinarsdóttir

Karen Jóna Steinarsdóttir hóf þverflautunám við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar 8 ára gömul.
Þar lærði hún hjá Berglindi Stefánsdóttur. Haustið 2019 hóf hún bakkalárnám við Listaháskóla
íslands undir handleiðslu Emilíu Rósar Sigfúsdóttur. Karen Jóna stundaði skiptinám við Griegakademíuna í Bergen, Noregi haustið 2021 þar sem hún lærði hjá Lene Lindquist.
Karen hefur leikið með ýmsum hljómsveitum í gegnum árin; Lúðrasveit Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar, Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Bjöllukór Yale háskólans,
Midnight Librarian, Ungfóníunni og Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands.