Trúarleg þjóðlög í pólskri hefð - Adam Strug
Miðvikudaginn 16.nóvember
Dynjandi, tónlistardeild LHÍ - Skipholti 31 kl. 15:00

Í gær og í dag er tónlistarsamstarf Szczecin Vocal Project frá Szczecin, Póllandi og Dúó Funa og Kvæðamannafélagsins Iðunnar frá Reykjavík. Tilgangur samtalsins er að kanna þjóðlega tónlistarhefð hvors lands fyrir sig og þá samtímatónlist sem sprottin er úr þeim þjóðlega jarðvegi, þar á meðal nýjar tónsmíðar. Verkefnavinnan að þessu sinni fer fram frá september 2022 til apríl 2024. Það sem vegur þyngst í dagskránni eru þrjár heimsóknir tónlistarfólks frá Szczecin og þrjár heimsóknir íslensks tónlistarfólks til Póllands. Opinberir tónleikar, vinnustofur og fyrirlestrar verða haldnir meðan á heimsóknunum stendur. Fyrsta heimsóknin til Íslands stendur nú fyrir dyrum. Fjórir félagar úr Szczecin Vocal Project ásamt stjórnanda sínum Pawel Osuchowski og hinn virti söngvari og tónlistarfræðingur Adam Strug sækja okkur heim vikuna 14.-21. nóvember 2022. Meðan á heimsókn stendur verða haldnir þrennir tónleikar, tvær vinnustofur og tveir fyrirlestrar.

Tónlistarmaðurinn Adam Strug flytur fyrirlesturinn Trúarleg þjóðlög í pólskri hefð í sal tónlistardeildar Listaháskóla Íslands þann 16.nóvember kl.15:00. 
adam-strug-2_fotsebastianpajak.jpeg
 

Adam Strug er frá Pisz í norðvestur Póllandi. Hann er söngvari og hljómborðsleikari, tónsmiður, höfundur leikhús- og kvikmyndatónlistar, þjóðtónlistarfræðingur og sérfræðingur í pólskri tónlistarhefð og þjóðlagatónlist. Árið 1990 stofnaði hann ásamt öðrum hljómsveitina Bractwo Ubogich (The Brotherhood of the Poor) og hann var síðar félagi í the Broda Band. Nú er hann í forsvari fyrir hljómsveit að nafni Monoda Polska (Polish Monody) sem sérhæfir sig í hefðbundnum pólskum söng úr munnlegri geymd. Meðal annarra hafa svo Stanisław Soyka og Wojciech Waglewski flutt söngva Strugs. Strug vinnur enn fremur með Michał Lorenc og the Polish Dance Theatre.

Adam segir um upphaf tónlistarlífs síns:

"In my childhood, I was surrounded by traditional Polish music. These were very long musical marathons, a sensation so intense that later, when all of my friends formed their rock bands, I did not follow that trend. My musical imagination was ruled by music of the oral tradition. I wasn’t very much into what was shown by the media." 

Dagskrá 15.-20.nóvember

Tónleikar – þriðjudaginn 15. nóvember kl. 20.00
Upptök pólskrar tónlistar
Adam Strug og Szczecin Vocal Project
Landakotskirkju, Túngötu 13, 101 Reykjavík
Aðgangseyrir 2.500 kr.

Tónleikar – fimmtudaginn 17. nóvember kl. 21.00
Ástarsöngvar úr the Green Forest og the Water Valley
Adam Strug og Bára Grímsdóttir
Mengi, Óðinsgötu 2, 101 Reykjavík
Aðgangseyrir 2.500 kr.

Tónleikar – sunnudaginn 20. nóvember kl. 17.00
Wczoraj i dziś / Í gær og í dag - Pólskt – íslenskt tónlistarsamtal
Adam Strug og Szczecin Vocal Project, Funi (Bára Grímsdóttir og Chris Foster) og Valskórinn
Friðrikskapellu við Valsheimilið að Hlíðarenda, 102 Reykjavík
Enginn aðgangseyrir

Vinnustofa – miðvikudaginn 16. nóvember kl. 20.00
Söngvaka, skipst á íslenskum og pólskum söngvum
Bára Grímsdóttir og Chris Foster með Adam Strug og Pawel Osuchowski
Gröndalshúsi, á horni Fischersunds og Mjóstrætis, 101 Reykjavík
Allir velkomnir, frjáls aðgangur

Vinnustofa – sunnudaginn 20. nóvember 
Pólskir og íslenskir söngvar
Szczecin Vocal Project og Bára Grímsdóttir stjórnandi Valskórsins leiða sönginn.
Þessi vinnustofa er þegar fullbókuð.

Fyrirlestur – þriðjudaginn 15. nóvember kl. 17.00
Wczoraj i dziś / Í gær og í dag
Pawel Osuchowski, stjórnandi Szczecin Vocal Project og Bára Grímsdóttir, formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar og tónlistarstjóri íslenska hluta verkefnisins, lýsir tilgangi og áformum Wczoraj i dziś / Í gær og í dag.
Pólska sendiráðinu, Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík

Fyrirlestur – miðvikudagurinn 16. nóvember kl. 15.00
Trúarleg þjóðlög í pólskri hefð – Adam Strug
Dynjandi fyrirlestrasalur, Listaháskóla Íslands, Þverholti 11, 105 Reykjavík
Enginn aðgangseyrir