Strengur  
Þórdís Lilja Samsonardóttir

Traustið býr í kviðnum

Það flæðir upp
í hjarta
fram í fingurgómana.

alltaf tengd
Fléttum saman fingrunum

Það situr fast fyrir innan naflan

Það er hlýtt í belgnum.
Ullin verndar
núningur hennar umvefur

strýkur vangan
Það er eitthvað handan.
 

Facebookviðburður

poster_thordis_lilja_samsona.jpeg

Þórdís Lilja Samsonardóttir

Þórdís Lilja er á 3. ári í myndlist. Hún vinnur mikið með textíl og videó en innblásturinn dregur hún frá magatilfinningum, móðurlífinu og innsæinu.
,, Það hefur nýst mér vel til að vera í flæði og harmoníu með sjálfri mér. Tilfinningin knýr mig áfram í ferlið og ég reyni að leyfa huganum að reika."