Óskar Örn Arnórsson arkitekt, arkitektúrsagnfræðingur og lektor við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands opnar Slökkvistöðina í Gufunesi ásamt arkitektunum Gunnari Erni Egilssyni, Baldri Helga Snorrasyni,Kateřina Blahutová, Önnu Kristínu Karlsdóttir og Jan Dobrowolski og Auði Inez Sellgren, hönnuði og matarlistmanni á morgun laugardaginn 29. október klukkan 20.00 og fram eftir kvöldi.
 
Slökkvistöðin er nýtt sýningar- og viðburðarrými í fyrrverandi slökkvistöð áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Þar verður fjallað um arkitektúr og rýmislist innan umhverfis sem tekur nú miklum stakkaskiptum, innan um kvikmyndaver og fjölbýlishús, listamenn og fyrstu kaupendur, í jaðri eins fjölmennasta íbúðahverfis Reykjavíkurborgar.