Sýning MA nemenda í sýningagerð við Listaháskóla Íslands „Minningar morgundagsins“ í Listasafni Reykjanesbæjar varð kveikjan að skapandi fræðsluverkefni sem er nefnt í Hugmyndahatturinn: Skapandi samstarf við söfn. Hugmyndarhatturinn er útgáfa eða uppflettirit þar sem fjallað er um og útskýrð eru 28 fyrirmyndaverkefni fyrir grunnskólanemendur, verkefnin eiga að stuðla að skapandi og skemmtilegu námi unnu í samstarfi við söfn vítt og breitt um landið.
 
Jóhanna Bergmann safnkennari við Þjóðminjasafns Íslands er höfundur Hugmyndhattsins, en ritið er jafnframt lokaverkefni hennar í meistaranámi í kennslufræðum við Listaháskóla Íslands.
 
 
Hægt er að lesa Hugmyndahattinn hér, en umfjöllun um verkefni nemenda í sýningargerð má finna á blaðsíðu 33.