Crossing Keyboards 2022
17.-18.október 

Tónlistardeild fær nemendur og kennara úr Estonia Academy of Music and Theatre í Tallin í heimsókn dagana 17.- 19. október. Heimsóknin er partur af „Crossing Keyboards“ samstarfsverkefninu sem píanódeild LHÍ hefur verið þátttakandi í frá árinu 2018. Crossing Keyboards er samstarfsverkefni tónlistarháskóla á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum. Verkefninu er ætlað að efla samstarf og faglegt tengslanet á milli landa og skóla þar sem kennarar og nemendur hafa færi á að skiptast á hugmyndum og sækja sér innblástur. Í samstarfinu felst meðal annars að nemendur og prófessorar skólanna heimsækja hvern annan og halda þar masterklassa og tónleika. Verkefnið er stutt af Nordplus.

17.-18. október

Opnir píanómasterklassar í umsjá Mihkel Poll og Mati Mikalai. 

Mánudaginn 17.október 

Tónleikar í Dynjanda, sal tónlistardeildar LHÍ, kl.19:00. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. 
Flytjendur eru Sofia Khvichia, Patrik Clark Nikodemus Vähätalo, Piret Mikalai, Fortunato Salvador García Piquer, Rose Louise Marie Thomas, Mantas Šernius.

key_copy.jpg