UNGIR EINLEIKARAR 2023
Umsóknarfrestur // 1.október 2022

Keppnin Ungir einleikara fer nú fram í tuttugasta sinn. Keppnin hefur verið árlegur viðburður frá árinu 2004 og byggir á samstarfi Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. 
Keppnin fer fram í tveimur umferðum í ár. Í fyrri umferð eru umsækjendur  metnir eftir innsendum myndbandsupptökum og 
þeir umsækjendur sem komast áfram eru boðaðir í aðra umferð keppninnar. 
Sigurvegarar koma fram á tónleikunum Ungir einleikarar ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands þann 25.maí 2023.

Umsóknarfrestur til þátttöku í ár rennur út á miðnætti þann 1.október 2022. 
Umsóknareyðublað og frekari upplýsingar um keppnina má finna hér.

30si_einleikarar_2021.jpg
Mynd frá Ungum einleikurum 2021 // Eygló Gísladóttir