Umræðuþræðir // Anda Rottenberg
15.september kl.20:00 í Listasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 17.

Skráning fer fram hér.

 

andsa.jpeg

Anda Rottenberg

Anda Rottenberg er menntuð við háskólann í Varsjá, MA 1970. Hún starfaði í Pólsku vísindaakademíunni 1973-1986. Stofnandi EGIT Art Foundation, 1986; Varsjá Soros Center of Contemporary Art, 1992; Institute of Art Promotion Foundation, 1997. Forstöðumaður ‘Zachęta’ National Art Gallery í Varsjá 1993-2001; Ráðgjafi Museum of Modern Art, New York 2001-2002; Forseti ráðgjafarnefndar dagskrár og dagskrárstjóri Nútímalistasafnsins í Varsjá 2005-2007. Frá og með 1980 sýningarstjóri og meðstjórnandi margra alþjóðlegra sýninga. Sýningarstjóri (1993-1995) og framkvæmdastjóri pólska skálans á Feneyjatvíæringnum 1993 – 2001 og Sao Paolo tvíæringnum 1997 – 2007 (meðal annars). Höfundur fjölmargra texta um myndlist. Akademískur kennari í sýningarstjórn við ýmsa háskóla. Meðstofnandi og stjórnarmaður í Manifesta 1; Félagi við Wissenschaftskolleg zu Berlín 2015/2016; Meðlimur í valnefnd Documenta 12. Núna skipaður menningarritstjóri „Vogue Polska“ tímaritsins (frá og með 2017). Stjórnandi vikulegra útvarpsþátta, Andymateria, frá og með 2012. Anda starfar jafnframt sjálfstætt sem rithöfundur og sýningarstjóri.


Umræðuþræðir eru gestadagskrá sem unnin er í samstarfi Listasafns Reykjavíkur, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar og Listaháskóla Íslands með stuðningi Íslandsstofu. Frá árinu 2012 hefur úrval virtra alþjóðlegra listamanna, sýningarstjóra og gagnrýnenda tekið þátt. Pólska sendiráðið á Íslandi styður við viðburðinn. Viðburðurinn fer fram á ensku og aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.