Maria Schneider 
Fyrirlestur í tónlistardeild
15.september kl.16:00 í Dynjanda - Skipholti 31, 105 Rvk.
Engin aðgangseyrir og allir velkomnir

-----------------------------------------

Fimmtudaginn 15.september mun tónskáldið og stórsveitarstjórnandinn Maria Schneider flytja erindi í Dynjanda, tónleikasal tónlistardeildar LHÍ.
Maria mun fjalla um feril sinn, hugmyndir og verk.
 
maria_schnider.jpeg
Maria Schneider

Maria Schneider er ein skærasta stjarna stórsveitaheimsins um þessar mundir og margfaldur Grammy-verðlaunahafi. Gagnrýnendur hafa kallað tónlist Mariu Schneider „töfrum gædda“ „hafna yfir landamæri tónlistarstíla“ og „ómótstæðilega fagra“. Þó að Maria Schneider hafi einkum helgað krafta sína stórsveitaskrifum hefur hún einnig komið að klassískri tónlist og unnið með poppgoðinu David Bowie á hans síðustu plötu, svo eitthvað sé nefnt. Maria Schneider hefur hlotið Grammy verðlaunin sjö sinnum og 14 tilnefningar. Hún hefur hlotið mikinn fjölda verðlauna jazztímarita og samtaka, auk heiðursdoktorsgráðu frá University of Minnesota. Maria hefur látið talsvert til sín taka í réttindabaráttu höfunda og flytjenda. Maria Schneider er ein af mest spennandi röddum tónlistarheimsins í dag.