Á dögunum var eftir langa bið formlega stofnuð kvikmyndalistadeild Listaháskóla Íslands.

12 nemendur hófu nám núna í haust og skipa þau fyrsta árgang deildarinnar, en þau spanna breytt aldursbil, frá 19 til 39 ára.

Screen Daily náði tali af Steven Meyers, deildarforseta kvikmyndalistadeildar í vikunni.

"Íslenski kvikmyndabransinn hefur kallað eftir þessu námi árum saman og á sama tíma uppfyllir það eitt af aðalmarkmiðum nýrrar íslenskrar kvikmyndastefnu. Hingað til hefur efnilegt kvikmyndagerðarfólk þurft að fara erlendis fyrir nám á þessu stigi, en núna loksins hafa þau möguleika á því sama hérna heima."

Að námi loknu, útskriftast allir nemendur með BA gráðu í kvikmyndalist, en með áherslu á eitt af þessum sex sérsviðum: leikstjórn, handritsgerð, framleiðslu, kvikmyndatöku, klippingu eða hljóðtækni. 

 

Greinina í heild sinni má lesa hér:

https://www.screendaily.com/news/iceland-launches-first-filmmaking-ba-pr...