Meistaranemar í sviðslistum við Listaháskóla Ísland standa fyrir festivalinu Beginning at the End, þar sem þau sýna útskriftarverk sín frá skólanum. Sjö nemendur útskrifast núna í haust úr náminu og sýna á hátíðinni sem fer fram dagana 21. - 27. ágúst í húsnæði Listaháskólans við Laugarnesveg 91, Tunglinu í Lækjargötu 2a og Grand hótel.

Aðgangur að sýningum hátíðarinnar er ókeypis, en bóka þarf miða í gegnum Tix.

Hér er hægt að sjá alla dagskrána fyrir hátíðina:

https://www.lhi.is/vidburdur/mfa-performing-arts-graduation-festival-2022